Mikið magn en ekki mengunarslys

Mikið magn af plastmálningu fór á veginn við hringtorg í …
Mikið magn af plastmálningu fór á veginn við hringtorg í Mosfellsbæ í gær. mbl.is/Ólafur

Þó um tvö þúsund lítrar af málningu hafi farið á veginn við hringtorg í Mosfellsbæ í gærkvöldi tókst að hreinsa málninguna vel upp og er málið ekki skráð sem mengunarslys að svo stöddu.

Þetta segir Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Tók það viðbragðsaðila rúmar fjórar klukkustundir að hreinsa upp málninguna af veginum en farmur féll af flutningabíl. 

Vega­gerðin, hreinsi­tækn­ar, trygg­inga­fé­lög, og heil­brigðis­eft­ir­lit voru kölluð til á staðinn auk lög­reglu og slökkviliðs.

Um hvíta plastmálningu er að ræða og segir Elín hana vera talsvert skárri heldur en aðra málningu bæði hvað varðar hreinsunarstarf og áhrif á umhverfið. Sem betur fer hafi mest farið á veginn en ekki út fyrir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert