Nær 600 stjórnendur voru boðaðir á stjórnendafund Reykjavíkurborgar sem fram fer í Hörpu í næstu viku og fjöldi starfsmanna hefur vaxið um 25% frá árinu 2017.
Þetta kemur fram í Facebook-færslu Hildar Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokks í borginni, og mbl.is hefur fengið staðfest með gögnum.
Alls störfuðu 11.703 hjá þeim hluta borgarinnar sem fellur undir A hluta starfseminnar, eða það sem snýr að daglegum rekstri hennar ef miðað er við tölur desember á síðasta ári. Borgarstarfsmenn voru 9.346 árið 2017 og nemur það ríflega 25% aukningu á fjölda starfsmanna. Á sama tíma hefur íbúum í Reykjavík fjölgað um 10%.