Nemendur Kvikmyndaskólans unnu á Stockfish festival

Nemendur Kvikmyndaskóla Íslands unnu tvo flokka Stockfish kvikmyndahátíðarinnar um síðustu …
Nemendur Kvikmyndaskóla Íslands unnu tvo flokka Stockfish kvikmyndahátíðarinnar um síðustu helgi. Ljósmynd/Aðsend

Nemendur Kvikmyndaskóla Íslands (KVÍ) báru sigur úr býtum í tveimur flokkum á Stockfish kvikmyndahátiðinni sem lauk um síðustu helgi. Nemendur KVÍ áttu 60 prósent listaverka í þessum flokkum Stockfish hátíðarinnar.

Marie Lydie Bierne, nemandi í KVÍ sigraði í flokki heimildamynda með verki sínu „Keep F****** Going“ en hún leikstýrði og framleiddi verkið. Anna Karín Lárusdóttir, fyrrverandi nemandi KVÍ, sigraði einnig í flokknum „Leikið efni“ með stuttmynd sinni „Felt Cute“ sem hún leikstýrði. 

Marie Lydie Bierne, núverandi nemandi KVÍ, sigraði í flokknum Heimildaverk …
Marie Lydie Bierne, núverandi nemandi KVÍ, sigraði í flokknum Heimildaverk með verki sínu „Keep F******* Going“.

Verk Marie Lydie hlaut að launum 500.000 krónur í úttekt frá tækjaleigunni KUKL, 700.000 krónur í peningaverðlaun frá RÚV og 200.000 króna úttekt í formi þjónustu frá Trickshot. 

Verk Önnu Láru í flokknum „Leikið efni“ hlaut að launum eina milljón króna í úttekt frá tækjaleigunni KUKL, 700.000 krónur í peningaverðlaun frá RÚV og 200.000 króna úttekt í formi þjónustu frá Trickshot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert