Áætlað er að Íslendingar eyði um 20 milljörðum króna í fjárhættuspil á erlendum veðmálasíðum á hverju ári.
Af fjárhættuspilum á erlendum vefsíðum eru hvorki greiddir skattar né önnur opinber gjöld hér á landi, enda hafa fyrirtækin að baki umræddum síðum ekki leyfi til starfsemi hér á landi.
Hjá Íslenskum getraunum hafa verið teknar saman tölur um áætlaða veltu í íþróttaveðmálum út frá rannsóknum. Varlega áætlað hafi Íslendingar eytt tæpum níu milljörðum króna á erlendum veðmálasíðum í fyrra, bara í íþróttaveðmál.
Til samanburðar var velta Íslenskra getrauna rúmir tveir milljarðar króna í fyrra.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.