Samþykktu samninginn með miklum meirihluta

Frá undirritun samninganna 1. apríl síðastliðinn.
Frá undirritun samninganna 1. apríl síðastliðinn.

Félagsfólk stéttarfélagsins Eflingar samþykkti samning félagsins við Reykjavíkurborg með miklum meirihluta. Atkvæðagreiðslu lauk á hádegi í dag og samþykktu 89% samninginn. Þetta kem­ur fram á vef Efl­ing­ar.

Kjörsókn var 40%, en af þeim 2.098 sem voru á kjörskrá greiddu 851 atkvæði. 7% höfnuðu samningnum og 4% tóku ekki afstöðu. 

Samningurinn var undirritaður hinn 1. apríl síðastliðinn. 

Fel­ur hann í sér nýja launa­töflu sem trygg­ir fé­lags­fólki Efl­ing­ar grunn­hækk­an­ir mánaðarlauna um 9 pró­sent. Um skamm­tíma­samn­ing er að ræða til 12 mánaða og renn­ur hann út 31. mars á næsta ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert