Slökkviliðsstjóri fái sérstaka eftirlitsheimild

Hópi var gert að meta tillögur samráðsvettvangs um úrbætur á …
Hópi var gert að meta tillögur samráðsvettvangs um úrbætur á brunavörnum í kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg, sem varð um sumarið 2020. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sér­stök heim­ild slökkviliðsstjóra til eld­varn­ar­eft­ir­lits í at­vinnu­hús­næði er meðal þeirra til­lagna sem eru lista starfs­hóps um breyt­ing­ar á bruna­varna­lög­um. Þetta kem­ur fram í mati þeirra á til­lög­um sem lagðar voru fram í kjöl­far brun­ans á Bræðra­borg­ar­stíg um sum­arið 2020.

Innviðarráðherra faldi starfs­hóp að skoða mögu­leg­ar laga­breyt­ing­ar til þess að tryggja rétta skrán­ingu fólks í hús­næði, auka ör­yggi íbúa og bæta upp­lýs­inga­gjöf til viðbragðsaðila ef hætta er á elds­voða, nátt­úru­vá. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá innviðaráðuneyt­inu.

Hóp­ur­inn mat fjór­ar til­lög­ur sam­ráðsvett­vangs um úr­bæt­ur á bruna­vörn­um þar sem fólk hef­ur bú­setu í kjöl­far brun­ans við Bræðra­borg­ar­stíg. Þar voru 13 til­lög­ur en þær sem voru hvað mest skoðaðar af starfs­hóp voru til­lög­ur núm­er 6, 9, 11 og 12.

Til­laga 6 kveður um tak­mark­an­ir á fjölda­skrán­ingu lög­heim­il­is. Í reglu­gerð yrði bætt við heim­ild um fjölda­tak­mörk­un. Starfs­hóp­ur­inn hef­ur lagt til að bætt verði við heim­ild um fjölda­tak­mörk­un í íbúðar­hús­næði og að Þjóðskrá verði heim­ilað að skipta sér að skrán­ingu íbúa, liggi full­nægj­andi gögn um bú­setu fyr­ir.

Í til­lögu 9 er sér­stak fræðslu­átak vegna eldri timb­ur­húsa lagt til þar sem viðkom­andi aðilar yrðu frædd­ir um bruna­varn­ir í timb­ur­hús­um (t.d. eig­end­ur, hönnuðir, iðnmeist­ar­ar, bygg­ing­ar­stjór­ar). Þar legg­ur starfs­hóp­ur­inn til tví­skipts átaks. Ann­ars veg­ar yrði gerð hand­bók um bruna­varn­ir fyr­ir fagaðila og yrði önn­ur hand­bók gerð á sam­fé­lags­miðlum, ásamt mynd­efni á vef Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar.

Til­laga 11 fjall­ar um laga­breyt­ing­ar vegna óleyf­is­bú­setu og tíma­bundna aðset­urs­skrán­ingu. Starfs­hóp­ur­inn tel­ur að ef heim­ila skuli slíka aðset­urs­skrán­ingu þurfi að bæta við heim­ild í lög um lög­heim­ili. Þar að auki legg­ur hóp­ur­inn til breyt­ingu á bruna­varna­lög­um sem myndu veita slökkviliðsstjóra sér­staka heim­ild til eld­varn­ar­eft­ir­lits í at­vinnu­hús­næði þar sem fyr­ir­hugað væri að skrá tíma­bundið aðset­ur.

Til­laga 12 kveður um end­ur­skoðanir á sekt­ar­heim­ild­um og aðgangi eft­ir­litsaðila. Starfs­hóp­ur­inn tel­ur í að þörf sé á breyt­ing­um á bruna­varna­lög­um til að veita skýr­ari heim­ild til eft­ir­lits.

Hægt er að senda inn um­sagn­ir eða ábend­ing­ar til og með 28. apríl næst­kom­andi á sam­ráðsgátt stjórn­valda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert