Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði á dögunum innheimtufyrirtækið Debitum ehf. af endurgreiðslukröfu vegna innheimtuaðgerða fyrirtækisins eins og greint var frá í Morgunblaðinu hinn 4. apríl.
Ágreiningur var um hvort Debitum hefði verið heimilt að senda innheimtuviðvaranir með tölvupósti. Stefnandi hélt því fram að áskilið væri í 7. gr. innheimtulaga nr. 95/2008 að innheimtuviðvörun skyldi send með bréfpósti.
„Fyrir þá sem þekkja ekki til kann dómur um rafræna innheimtu að líta út sem dómur í léttvægu máli en hann hefur umtalsverða þýðingu. Þetta getur sparað samfélaginu háar fjárhæðir ásamt því að gera að verkum að greiðendur viti mun fyrr en ella að þeir skuldi og geti því brugðist við áður en kostnaður vegna skuldar hækkar. Til að bæta við þetta mun rafræn innheimta leiða til umtalsvert færri kolefnisfótspora og mikilla jákvæðra umhverfisáhrifa sem skýrist af því að hætt verður að prenta pappír, troða í umslög og keyra út bréf fyrir milljarða á hverju ári. Því var það okkur kappsmál að vera frumkvöðlar í þessu,“ segir Georg Andersen, framkvæmdastjóri Debitum Gjaldskila, í samtali við Morgunblaðið.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu.