Varnargarður rofnaði vestan Markarfljóts

Vegagerðin vinnur nú að lagfæringu.
Vegagerðin vinnur nú að lagfæringu. Ljósmynd/Lögreglan

Varnargarður vestan Markarfljóts rofnaði einhverntíman á síðasta sólarhring.

Þetta kemur fram í Facebook-færslu lögreglunnar á Suðurlandi og segir þar að Vegagerðin vinni nú að lagfæringu. 

Vatn er farið að lóna með Suðurlandsvegi en enn sem komið er flæðir ekki yfir og að líkindum tekst að koma í veg fyrir það,“ segir í færslunni. 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert