Vilja leyfa lausagöngu hunda á Klambratúni

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur er hlynnt því að lausaganga hunda verði leyfð …
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur er hlynnt því að lausaganga hunda verði leyfð í tilraunaskyni á afmörkuðu svæði á Klambratúni í Reykjavík. mbl.is/Styrmir Kári

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur er hlynnt því að lausaganga hunda verði leyfð í tilraunaskyni á afmörkuðu svæði á Klambratúni í Reykjavík.

Var bókun þess efnis samþykkt á fundi nefndarinnar í gær þar sem lögð er áhersla á að reglulega verði gerð stöðuskýrsla, hvað gangi vel, hvað gangi illa og hvað megi bæta og mikilvægt sé að skýrt sé hvaða afmarkaða svæði sé til afnota í þessu verkefni.

Dýraþjónusta Reykjavíkur óskaði eftir þessu leyfi. Tillaga Dýraþjónustunnar var sú að lausaganga yrði heimiluð fyrir skráða, og þar með ábyrgðartryggða hunda, á umræddu svæði til reynslu í eitt ár á milli kl. 8-12 alla daga vikunnar. Dýraþjónustan myndi á þessum tíma hafa sérstakt eftirlit með svæðinu og annast nauðsynlegar merkingar og upplýsingagjöf.

Í umsögn sem Þórólfur Jónsson, deildarstjóri náttúru og garða hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur, veitti um erindið segir, að vitað sé að hópur hundaeigenda í nágrenninu hafi vanið komu sínar á Klambratún í allnokkur ár og hist á laugardags- og sunnudagsmorgnum. Skrifstofu umhverfisgæða hafi ekki borist til eyrna að kvartað hafi verið vegna þessa og leggi til að heilbrigðisnefnd samþykki tilraunaverkefni þar sem lausaganga yrði leyfð á laugardags- og sunnudagsmorgnum kl. 9-11 fyrir skráða hunda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert