Brennisteinsvetni hefur ekki mælst yfir heilsuverndarmörkum við Múlakvísl í Kötlujökli frá því í gærmorgun. Þetta kemur fram í athugasemd sérfræðings á Veðurstofu Íslands sem rituð var klukkan 08:41 í morgun.
Þar segir enn fremur að ekki sé útilokað að gas geti verið yfir heilsuverndarmörkum á svæðinu, sér í lagi, nærri upptökum árinnar.
Líkt og mbl.is greindi frá í vikunni greindu mælar brennisteinsvetni yfir heilsuverndarmörkum nærri upptökum Múlakvíslar. Vegna gasmengunarinnar var fólk á svæðinu veðið að gæta varúðar nærri ánni.