Gylfi íhugar málsókn

Gylfi Þór Sigurðsson hefur hvorki leikið með félagsliði né landsliði …
Gylfi Þór Sigurðsson hefur hvorki leikið með félagsliði né landsliði síðan í júlí 2021. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gylfi Sig­urðsson íhug­ar nú hvort hann muni sækja bæt­ur vegna miska sem hann hef­ur orðið fyr­ir vegna þeirra íþyngj­andi úrræða sem hann var beitt­ur á meðan hann var til rann­sókn­ar hjá lög­reglu í Manchester og sak­sókn­ara í London. 

Þetta kem­ur fram í svari Ró­berts R. Spanó, lög­manns Gylfa, við fyr­ir­spurn mbl.is.

Enn frem­ur seg­ir Ró­bert að málið hafi tekið allt of lang­an tíma „í ljósi aðstæðna“.

Vís­ar hann þar vænt­an­lega til þess að Gylfi hef­ur orðið af gríðarleg­um fjár­mun­um auk þess sem knatt­spyrnu­fer­ill hans hef­ur beðið mik­inn skaða af. 

Róbert Spanó, er lögmaður Gylfa.
Ró­bert Spanó, er lögmaður Gylfa.

Lög­fræðileg ráðgjöf

„Að mínu mati er ljóst að meðferð máls­ins í Bretlandi tók allt of lang­an tíma í ljósi aðstæðna. Það hef­ur valdið Gylfa og fjöl­skyldu hans um­tals­verðu tjóni auk gríðarlegs miska.

Á næstu dög­um mun hann fá lög­fræðilega ráðgjöf um hvort til­efni sé til þess að hann leiti rétt­ar síns fyr­ir bresk­um dóm­stól­um," seg­ir Ró­bert í skrif­legu svari sínu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert