Hlýindi næstu daga

Hlýindunum fylgir væta á suðvesturhorninu.
Hlýindunum fylgir væta á suðvesturhorninu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hæglætis veður er á landinu í dag. Léttskýjað suðvestan- og vestanlands, en annars skýjað að mestu en úrkomulítið að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Léttir til fyrir norðan með morgninum. Vaxandi austanátt og þykknar upp sunnanlands síðdegis, 5-15 m/s og hvassast syðst í kvöld og dálítil væta suðaustanlands. Hiti 3 til 10 stig.

Suðaustan 8-15 á morgun, rigning með köflum sunnantil, en þurrt að mestu norðantil. Hvessir og bæti í úrkomu sunnan- og vestanlands seinnipartinn á morgun og annað kvöld. Hlýnandi.

Veðurhorfur næstu daga:

Á mánudag: Suðaustan 5-15 m/s og skúrir, en rigning suðaustantil fram eftir degi. Úrkomulítið norðaustanlands. Hiti 6 til 13 stig.

Á þriðjudag og miðvikudag: Suðaustan og sunnan 5-13 og væta með köflum, en lengst af þurrt á Norður- og Austurlandi. Áfram hlýtt í veðri.

Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti): Suðlæg átt og lítilsháttar væta, en víða þurrt og bjart á Norður- og Austurlandi. Hiti 5 til 12 stig.

Á föstudag: Norðlæg eða breytileg átt og kólnar með slyddu norðvestantil, annars úrkomulítið.

Veður á mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert