Á milli Lóns og Djúpavogs hafa þó nokkrar hreindýrahjarðir sést við veg og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát. Þetta kemur fram á umferðarvef Vegagerðarinnar.
Flestir vegir milli landshluta eru greiðfærir þó hálkublettir leynist víða. Hálka er á Vatnsskarði eystra og einnig á Breiðdalsheiði og Öxi.
Á meðan frost er að fara úr jörð eru hálendisvegir viðkvæmir og bera ekki umferð.