Rannsaka stress í heila þorska

Þorskar eru teknir úr mismunandi veiðarfærum og heilar þeirra rannsakaðir …
Þorskar eru teknir úr mismunandi veiðarfærum og heilar þeirra rannsakaðir og skoðað hvort munur er á magni stresshormóna eftir því í hvaða veiðarfæri fiskurinn veiddist. Ljósmynd/Kristinn Benediktsson

Nýstárleg rannsókn hefur staðið yfir í Þistilfirðinum í nokkra daga en hún snýst um að rannsaka stresshormón í heila í þorskum.

Erlendur Bogason kafari er í samstarfi við Norðmanninn Marco Vindas sem er atferlis- og taugafræðingur fiska. Segja þeir að heili fiskanna skiptist í ákveðin svæði sem hvert um sig stjórna vissum eiginleikum.

Þorskar eru teknir úr mismunandi veiðarfærum og heilar þeirra rannsakaðir og skoðað hvort munur er á magni stresshormóna eftir því í hvaða veiðarfæri fiskurinn veiddist.

Erlendur Bogason kafari, til vinstri, og Marco Vindas, atferlis- og …
Erlendur Bogason kafari, til vinstri, og Marco Vindas, atferlis- og taugafræðingur fiska, vinna saman að athyglisverðri rannsókn mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Þetta er tilraunaverkefni sem hefur vaxið og þróast yfir í fleira, svo sem að skoða hegðun fiska við ýmis veiðarfæri, hrygningaratferli, kynjaskiptingu og fleira.

Sem dæmi voru 95% af veiðinni hængar einn daginn og einnig er rannsakað hvort á ferðinni eru mismunandi þorskstofnar. Veiðarfæri við rannsóknina eru handfæri, lína og net en til þessa rannsóknarverkefnis fengust úthlutuð nokkur tonn af þorskkvóta frá matvælaráðuneytinu.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert