Slökktu gróðurelda í nótt

Slökkviliðið sinnti útkalli vegna gróðurelda í Vatnsmýri í nótt.
Slökkviliðið sinnti útkalli vegna gróðurelda í Vatnsmýri í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur útköllum vegna gróðurelda í nótt. Annar var í Vatnsmýri. Greiðlega gekk að slökka eldinn en hætta var á gróðureldum í gær og verður í dag. Skýrist það einkum af því að lítil úrkoma hefur verið en rigning er í kortunum fyrir morgundaginn. 

Skemmtanahald fór að mestu leiti friðsamlega fram á höfuðborgarsvæðinu í nótt að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Þá voru nokkrir stöðvaðir vegna gruns um ölvunarakstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna. 

Þá var tilkynnti um þjófnað úr verslun í miðborginni en var sá grunaði farinn af vettvangi áður en lögreglu bar að. 

Tilkynnt var um að ungir drengir hefðu farið inn í grunnskóla í gærkvöldi. Þegar lögreglu bar að var engan að sjá en augljóst að búið var að fara inn og valda eignaspjöollum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka