„Tími nagladekkja er liðinn“

Í dag er síðasti dagurinn sem aka á um á …
Í dag er síðasti dagurinn sem aka á um á nagladekkjum. mbl.is/Árni Sæberg

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun ekki byrja að sekta ökumenn fyrir að keyra ólöglega á nagladekkjum fyrr en í maí. Í dag er síðasti dagurinn sem aka má um á nagladekkjum. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

„Við munum ekki byrja að sekta fyrir notkun naglakekkja fyrr en í næsta mánuði eins og við gerum ár hvert. Við munum tilkynna það hér þegar munum byrja að á því að beita sektum eins og við höfum ætíð gert. Tími nagladekkja er liðinn... þetta vorið,“ segir í tilkynningunni en þessari orðsendingu var bætt við upphaflegu tilkynningunni sem hljóðaði svona:

„Í dag 15. apríl er síðasti dagurinn sem aka má um á nagladekkjum. Á næstu vikum er því kjörið að drífa sumardekkin undir.

Stundum eru aðstæður þannig að við þurfum og viljum vera með nagladekkin aðeins lengur undir en venjulega krefst akstur á höfuðborgarsvæðinu þess ekki. Lögreglan mun skoða nagladekkin hjá ökumönnum í næsta mánuði og vonandi verða þá allir komnir á sumardekkin.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill því hvetja þá sem geta, að drífa sig í dekkjaskipti eða að minnsta kosti panta tíma.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert