Viðskiptavinir gætu lent í vandræðum

Íslandsbanki vekja athygli á mögulegum vandræðum vegna breytingum hjá Mastercard.
Íslandsbanki vekja athygli á mögulegum vandræðum vegna breytingum hjá Mastercard. Kristinn Magnússon

Íslandsbanki varar viðskiptavini sína við mögulegum villum í greiðslukerfum bankans í dag, vegna staðlabreytingar hjá Mastercard sem felur í sér að aukastafir við íslenska krónu verðir felldir á brott. Fjöldi Íslendinga lentu í vandræðum með Visa-greiðslukort sín í Danmörku í gær, af sömu ástæðu. 

Mastercard kemur til með að taka af aukastafi, í dag, laugardaginn 15.apríl kl. 19:05 og því gætu viðskiptavinir bankans orðið varir við ranga upphæð við „kaup á vöru og þjónustu í íslenskri mynt á þeim tíma, hafi færsluhirðar ekki uppfært uppgjör sitt á réttum tíma.

Í tilkynningu segir að vonast sé til þess að engin villa verði, en að möguleikinn sé til staðar í ljósi villunnar hjá Visa-kort höfum. Í bréfinu segir að villan myndi lýsa sér í tveimur auka núllum, ýmist til hækkunar eða lækkunar upphæðar. 

Lendi viðskiptavinir í því að röng upphæð sé rukkuð fyrir vöru eða þjónustu er mælst til þess að fólk bíði eftir að færslan verði gerð upp og leiti svo til seljanda um leiðréttingu á upphæð eða sendi endurkröfubeiðni til bankans. Ef hætt er við kaupin þarf viðskiptavinur ekkert að aðhafast. 

Einnig bendir bankinn á að hægt sé að hafa samband við neyðarþjónustu þeirra, lendi viðskiptavinur í greiðsluvanda vegna villu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert