Fer að rigna og hvessa með kvöldinu

Útlit er fyrir að rigna og hvessa taki með kvöldinu á sunnan- og vestanverðu landinu. Lægir allvíða seint í kvöld.

Í dag verður austan og suðaustan 8 til 15 m/s og dálítil rigning eða súld með köflum á sunnan- og vestanverðu landinu. Hægari vindur verður á Norðurlandi og yfirleitt þurrt. Hiti verður 4 til 13 stig. 

Suðaustan 8-15 m/s verða á morgun, en hægari vestanlands fyrir hádegi. Verður rigning eða súld og talsverð rigning suðaustan til, en þurrt að kalla norðaustanlands. Dregur úr úrkomu suðaustan til eftir hádegi á morgun. Áfram verður hlýtt í veðri.

Veðurhorfur næstu daga

Á mánudag: Suðaustan 8-15 m/s, en hægari verður vestanlands fyrir hádegi. Verður rigning eða súld og talsverð rigning suðaustan til, en þurrt að kalla norðaustanlands. Dregur úr úrkomu suðaustan til eftir hádegi. Hiti verður 6 til 13 stig.

Á þriðjudag: Suðaustan 3-10 m/s og lítilsháttar væta sunnan- og vestanlands framan af degi, en rigning eða súld síðdegis. Lengst af verður þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag: Suðaustan 3-10 m/s og dálítil rigning eða súld sunnan- og vestanlands, en bjartviðri verður norðaustan til. Áfram verður hlýtt í veðri.

Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti): Suðlæg átt og smáskúrir sunnan- og vestanlands, en víða verður þurrt og bjart á Norður- og Austurlandi. Áfram verður fremur milt veður.

Á föstudag: Suðlæg eða breytileg átt, skýjað og dálítil væta vestan til, en bjart fyrir austan. Vaxandi norðanátt, fyrst norðvestan til seinnipartinn með slyddu og síðar snjókomu og snögg kólnandi veður fyrir norðan.

Á laugardag: Víða bjart veður, en skýjað verður með köflum sunnanlands og stöku skúrir. Kalt veður verður norðan- og austanlands.

Veður á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert