Sjaldgæft fyrirbæri steinsnar frá Korputorgi

Jóhann Helgason jarðfræðingur segir sjaldgæft að finna þversnið jarðlaga á …
Jóhann Helgason jarðfræðingur segir sjaldgæft að finna þversnið jarðlaga á Íslandi sem sýni berggang. mbl.is/Árni Sæberg

Jarðfræðingurinn Jóhann Helgason hefur komist að því að heldur sjaldgæft fyrirbæri sé að finna í jarðlögum steinsnar frá Korputorgi og veltir fyrir sér hvort ástæða sé til friðlýsingar og að gera svæðið aðgengilegra almenningi.

„Skömmu fyrir kreppuna var farið að grafa þennan mikla grunn og ég fór fljótlega að skoða. Þá rakst ég á berggang og við hann var gosmöl. Í henni voru svokallaðar bombur sem eru kleprakúlur sem myndast í kvikustrókavirkni. Einnig voru hnyðlingar af gabbrói í gosmölinni en hnyðlingar eru ýmiss konar bergbrot, sem brotna úr grannberginu og koma upp með kviku í byrjun goss.

Gabbró er djúpberg og hefur kvikan gripið það með sér á leið sinni til yfirborðsins í byrjun goss. Það stemmir því að þarna sé eldvarp eða gosrás sem er merkilegt því sjaldgæft er að finna þær. Út af öllu Reykjanesinu sér maður auðvitað hvar komið hafa eldgos og getur um leið gefið sér að rétt fyrir neðan sé gosrásin eða berggangur sem hefur fætt af sér eldvarpið. Hér erum við hins vegar að tala um tveggja milljóna ára gamalt berg,“ segir Jóhann.

Nánar var fjallað um málið í Morgunblaðinu í gær.

Jóhann veltir fyrir sér hvort ástæða sé til að friðlýsa …
Jóhann veltir fyrir sér hvort ástæða sé til að friðlýsa berglögin og þá um leið gera svæðið aðgengilegra fyrir almenning mbl.is/Árni Sæberg
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert