Úðuðu piparúða á blásaklaust fólk

Tveir ungir menn fóru um miðbæinn og úðuðu piparúða á …
Tveir ungir menn fóru um miðbæinn og úðuðu piparúða á fólk sem beið í röð fyrir utan skemmtistað. mbl.is/Ari

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði hendur í hári tveggja ungra manna sem fóru á rafskútu um miðbæ Reykjavíkur og úðuðu piparúða á blásaklaust fólk sem beið þess að komast inn á skemmtistað. 

Einhverjir þurftu aðhlynningu eftir að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Málið er nú á borði lögreglu sem og barnaverndar.

Tilkynnt var um innbrot í skartgripaverslun. Þjófurinn komst á brott með talsvert magn skartgripa og er nú leitað.

Þá var einnig tilkynnt um mann sem hafði veist að öðrum með exi í gærkvöldi. Gaf hann sig fram við lögreglu og gisti í fangageymslu lögreglu. 

Ungmenni óskuðu eftir aðstoð lögreglu eftir að ráðist var á þau í verslunarmiðstöð.

Þá var tilkynnt um fólk sem brotið hafði sér leið inn í sundlaug í Mosfellsbæ. Kemur fram í tilkynningu lögreglu að ekki sé vitað á þeirri stundu hvort einhver hafi verið á vettvangi þegar lögreglu bar að.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka