Færslurnar leiðréttar sem fyrst

Vonast er til þess að leiðréttingin skili sér sem fyrst.
Vonast er til þess að leiðréttingin skili sér sem fyrst. mbl.is/​Hari

Fjártæknifyrirtækið Rapyd hefur sent leiðréttingu til Mastercard vegna rangra kortafærslna sem urðu hjá íslenskum korthöfum um helgina. Vonast er til þess að leiðrétting skili sér sem fyrst. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rapyd sem harmar þau óþægindi sem þetta hefur haft í för með sér. 

Líkt og mbl.is greindi frá í morgun urðu landsmenn varir við undarlegar upphæðir sem færðar voru á kort þeirra um helgina. Lenti einn til dæmis í því að hann var rukkaður um rúma milljón í Byko og um 176 þúsund krónur á Bæjarins bestu. 

Ástæða vandræðanna eru staðlabreytingar á íslensku krónunni sem gerðar voru hjá alþjóðlegu kortasamtökunum um helgina. Þá voru aukastafir íslensku krónunnar, aurar, fjarlægðir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert