„Það er virkilega gaman að spila í Hofi, fallegt hús og vel tækjum búið,“ segir tónlistarmaðurinn Grétar Örvarsson, sem hélt tvenna tónleika um helgina undir yfirskriftinni Sunnanvindur – Eftirlætislög Íslendinga. Fyrri tónleikarnir voru í Salnum í Kópavogi á föstudaginn en þeir seinni í Hofi á Akureyri á laugardaginn.
„Viðtökurnar voru frábærar og færri komust að en vildu á báða tónleikana,“ segir Grétar og bætir við að á lagalistanum hafi verið mörg af skemmtilegustu dægurlögum Íslendinga. „Það voru t.d. lög sem hljómsveit Ingimars Eydals og Sextett Ólafs Gauks fluttu á sínum tíma, lög sem BG og Ingibjörg fluttu og svo nokkur af lögum Örvars Kristjánssonar, [föður Grétars og harmonikkuleikara]“ segir Grétar.
Til stendur að endurtaka leikinn í Salnum í Kópavogi hinn 27. október í haust og er miðasala þegar hafin.
Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.