Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólum hafa skrifað undir nýjan kjarasamning við ríkið.
Skrifað var undir samninginn í húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni í morgun, með fyrirvara um samþykki félagsmanna beggja félaga.
Samningurinn verður kynntur þeim á næstu dögum, að því er fram kemur í tilkynningu, en gildistími hans er sagður vera frá 1. apríl á þessu ári til 31. mars á næsta ári.
FF og FS hafa verið án samnings síðan í byrjun apríl en síðast var skrifað undir kjarasamning 31. mars árið 2021.