Gasmengun mælist aftur og fólk varað við

Mýrdalsjökull. Múlakvísl rennur úr honum suðaustanverðum.
Mýrdalsjökull. Múlakvísl rennur úr honum suðaustanverðum. mbl.is/RAX

Brennisteinsvetni mælist yfir heilsuverndarmörkum nærri upptökum Múlakvíslar í Kötlujökli.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofunnar.

Þar segir að sökum gasmengunarinnar sé fólk beðið um að gæta varúðar nálægt upptökum árinnar.

Gasmengun mældist á fimmtudag

Aðfaranótt föstudags greindi mbl.is frá því að mengun hefði þá einnig mælst. Tekið var fram að raf­leiðni í ánni væri ekki óvenju há, en að bú­ast mætti því að hún hækki.

Raf­leiðni vatns seg­ir til um styrk upp­leystra raf­hlaðinna efna og efna­sam­banda í vatn­inu. Þeim mun meiri sem styrk­ur­inn er, því meiri er leiðnin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert