Hægt að hrista úr klaufunum með frægum rithöfundum

Bókaball Bókmenntahátíðar í Reykjavík verður haldið á laugardag, 22. apríl, í Iðnó. Þar gefst lesendum tækifæri til sletta úr klaufunum með heimsfrægum rithöfundum. 

„Við vildum gera einhvern skemmtilegan lokapunkt,“ segir Stella Soffía Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. 

„Þetta er hátíð lesenda og hátíð höfunda. Þetta er þar sem höfundar og lesendur hittast og af því hátíðin er ekki svo stór þá geta lesendur verið í svo miklu návígi við höfunda. Þá varð til þetta bókaball þar sem allir eru hjartanlega velkomnir.“

Stella segir að um sé að ræða ósköp venjulegt ball með plötusnúð. Að þessu sinni munu DJ Dick & Dyke leika fyrir dansi.

„Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt. Og þú gætir alveg lent í því að dansa við Colson Whitehead.“

Allt um bókmenntahátíð má finna hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert