Hvalreki við Guðlaugsvík

Hvalshræ í Guðlaugsvík.
Hvalshræ í Guðlaugsvík. Ljósmynd/Aðsend

Um þriggja metra langt hvalshræ fannst í fjörunni við Guðlaugsvík í Hrútafirði í dag. 

„Ég sé hann bara þegar ég er að keyra fram hjá,“ segir Jón Jónsson þjóðfræðingur í samtali sem birti myndir af hræinu á Facebook. „Hann sést alveg af veginum karlinn.“

Hann segir að kunningi sinn ætli að senda myndirnar á Hafrannsóknastofnun til þess að fá úr því skorið hvaða tegund þetta sé.

Hvalshræ í Guðlaugsvík.
Hvalshræ í Guðlaugsvík. Ljósmynd/Aðsend

Hann segir að þetta sé greinilega tannhvalur enda með tennur. Hann telur að hann hafi drepist fyrir einhverjum dögum. Skýrt sé að minnsta kosti að hann hafi ekki drepist nýlega.

„Ég þekki það ekki nákvæmlega en ég hefði haldið að þetta væri hnýðingur,“ segir Jón og bætir við að svipaður hvalur hafi rekið á land við Kirkjuból við Steingrímsfjörð, þar sem Jón á heima. Sá hvalur hafi verið um einn og hálfur metri.

Hvalshræ í Guðlaugsvík.
Hvalshræ í Guðlaugsvík. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert