Lyfjagáttin til skoðunar

Bæði embætti landlæknis og Lyfjastofnun hafa staðfest að þeim hafi …
Bæði embætti landlæknis og Lyfjastofnun hafa staðfest að þeim hafi borist ábendingar um að upplýsinga hafi verið aflað úr lyfjagátt að óþörfu og þeim komið til þriðja aðila. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Til skoðunar er að bæta aðgerðaskráningu í lyfjaávísanagátt (lyfjagátt eins og hún er oftast kölluð) þannig að öll skráning sé aðgengileg á einum stað.

Þetta kemur fram í svari landlæknisembættisins við fyrirspurn Morgunblaðsins um uppflettingar í lyfjagátt. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu á laugardag hefur blaðið undir höndum gögn sem sýna tilefnislausar uppflettingar í lyfjagátt og þá eru dæmi þess að upplýsingum um þjóðþekkt fólk úr lyfjagátt hafi verið deilt til þriðja aðila. Hægt er að rekja hverjum var flett upp, í hvaða apóteki og hvenær, og hvort að sala á ávísuðum lyfjum hefur átt sér stað í kjölfarið – en ekki er haldin skrá um það hver stóð að hverri uppflettingu.

Bæði embætti landlæknis og Lyfjastofnun hafa staðfest að þeim hafi borist ábendingar um að upplýsinga hafi verið aflað úr lyfjagátt að óþörfu og þeim komið til þriðja aðila. Þá staðfesti Persónuvernd í svari til blaðsins um helgina að stofnunin hefði tiltekna flettingu til skoðunar og að málið væri í forgangi hjá stofnuninni.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert