Villa í greiðslukerfum þegar staðlabreytingar á íslensku krónunni voru innleiddar um allan heim ollu því að korthafar á Íslandi voru rukkaðir um rangar upphæðir.
Breytingin felur í sér að aukastafir við íslensku krónuna voru felldir á brott.
Íslendingar í Danmörku lentu í sömu vandræðum fyrir helgi en vandræðin tóku að gera vart við sig hér heima um helgina þegar Mastercard tók aukastafina út um klukkan 19 á laugardagskvöld.
Samkvæmt tilkynningu á vef Íslandsbanka er verið að vinna í því að leiðrétta færslurnar.
Árni Helgason lögmaður komst til dæmis að því í morgun að hann hefði verið stórtækur í Byko um helgina og gert ákaflega vel við sig á Bæjarins bestu þegar hann var rukkaður um 176 þúsund krónur.
Uppfært:
Gott móment á kassanum í Hagkaup í morgun að fá ekki heimild á kortinu fyrir appelsínusafa handa syninum. Skoðaði færsluyfirlitið og sá þá skýringu, kallinn var greinilega stór um helgina, straujaði milljón í Byko og 176 þús. á Bæjarins Bestu. Sé ekki eftir neinu.
— Árni Helgason (@arnih) April 17, 2023
Ég keypti í fínasta Thai red curry í gær fyrir 57 krónur, þetta nýja hagkerfi hentar mér mjög vel.
— Pétur Jónsson (@senordonpedro) April 17, 2023
Gleðilegan mánudag pic.twitter.com/q7Mnixtzai
— kvendýr (@assajons) April 17, 2023
Sömuleiðis pic.twitter.com/T4tRuh7EUn
— Haraldur Karlsson (@HaraldurKarls) April 17, 2023