Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út vegna vopnaðs ráns í Stapagrillí í Innri-Njarðvík á fjórða tímanum í dag. Þetta staðfestir Gunnar Hörður Garðarsson, upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra, í samtali við mbl.is.
Maðurinn ógnaði starfsfólki með hnífi.
Víkurfréttir greindu fyrst frá.
Lögregla leitar nú að manninum en hann var með grímu og sólgleraugu á höfði. Lið lögreglu hefur verið að störfum á svæðinu síðdegis að afla sér upplýsinga og safna myndefni úr eftirlitsmyndavélum á svæðinu.
Í umfjöllun Víkurfrétta kemur fram að maðurinn hafi tekið fjármuni úr sjóðskassa verslunarinnar er hann ógnaði afgreiðslustúlku með hnífi. Annar starfsmaður, sem hafði verið við grillið, hafi þá hringt í lögregluna eftir að hafa heyrt lætin frammi.