Skorið niður á morgun

Niðurskurður átti að hefjast í dag.
Niðurskurður átti að hefjast í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lausn er fund­in vegna förg­un­ar á hræj­um fjár­stofn­sins á Syðri-Urriðaá en farga þarf stofn­in­um tím­an­lega fyr­ir sauðburð út frá vel­ferð sauðfjár­ins.

Niður­skurður átti að hefjast í dag en Sorp­vinnslu­stöðin Kalka, eina stöðin sem sér um förg­un á hræj­um, gat ekki tekið við hræj­un­um frá Syðri-Urriðaá vegna bil­un­ar í búnaði.

Sigrún Ágústs­dótt­ir, for­stjóri Um­hverf­is­stofn­un­ar, seg­ir að málið sé að leys­ast og að hægt verði að fara í niður­skurðinn á morg­un.

„Sveit­ar­fé­lagið kom með til­lögu að lausn og það er verið að ganga frá því en ég get ekki gefið frek­ari upp­lýs­ing­ar um það. Það borg­ar sig ekki að fara nán­ar út í það í kvöld. Aðal­atriðið er að það er að finn­ast lausn og þá er hægt að fara í niður­skurðinn,“ seg­ir Sigrún.

Upp­fært klukk­an 20.15:

Sig­ur­borg Daðadótt­ir, yf­ir­dýra­lækn­ir hjá Mat­væla­stofn­un, seg­ir í sam­tali við mbl.is, urðun einu færu leiðina og því verði hún far­in. Hún seg­ist ekki hafa áhyggj­ur af því að hræ­in verði urðuð.

„Við höf­um urðað í ára­tugi þó það telj­ist óvana­legt í dag. Fylgt verður leiðbein­ing­um frá Um­hverf­is­stofn­un um hvernig það mun fara fram.

Það verður tryggi­lega frá þessu gengið og yf­ir­borði lokað þannig að eng­in hætta sé á því að smit ber­ist frá þess­um urðun­arstað, seg­ir Sig­ur­borg en bæt­ir því við að form­leg staðfest­ing hafi ekki borist um að lausn sé fund­in.

„Maður seg­ir ekk­ert fyrr en þetta er í hendi en okk­ar áætlan­ir miða að því að aðgerðir hefj­ist á morg­un.“

Hún seg­ist ekki vita hvað aðgerðirn­ar komi til með að taka lang­an tíma.

„Hræ­in verða sett í leka­helda gáma þar til gröf hef­ur verið tek­in og hægt verður að urða,“ seg­ir Sig­ur­borg.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka