Telur þörf á landsbyggðarflokki

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtka Íslands.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtka Íslands. Ljósmynd/Aðsend

„Í mínum huga er spurning hvort yfirleitt einhver talar máli hinna dreifðu byggða á hinu háa Alþingi. Hagsmunum okkar sem búum úti á landi er ekki sinnt nægjanlega og þá er ekki síst staða landbúnaðarins afskipt og gera þarf betur,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, í samtali við Morgunblaðið.

„Við landsbyggðarfólk þurfum að tala tæpitungulaust svo sjónarmið okkar fái áheyrn. Ef til vill dugar svona brýning þannig að forystufólk stjórnmálaflokka átti sig á stöðu mála og setji mál byggða og frumvinnslugreina ofar á blað. Ef svo verður, er kannski engin ástæða til þess að þess að stofna stjórnmálaafl sem berst fyrir landsbyggðina. En allt stefnir í að sjónarmið til dæmis landbúnaðarins heyrist lítið á Alþingi, þar sem senn er aðeins einn bóndi eftir í hópi alþingismanna.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert