Þarf að fella allt fé?

Því var velt upp hvort hægt væri að beita öðrum …
Því var velt upp hvort hægt væri að beita öðrum úrræðum en að fella allt fé þegar riðusmit koma upp. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir aðspurð í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi vert að skoða önnur úrræði en að fella allt fé þegar upp koma riðutilfelli eins og þau sem fram hafa komið að undanförnu. Það sé hins vegar á hendi vísindanna að ákvarða hvort slíkt sé mögulegt. 

Sótthólf notuð í Evrópusambandinu 

Fyrirspurnin var borin upp af Bergþóri Ólafssyni sem spurði hvort til standi að veita heimild til þess að beita öðrum úrræðum við sóttvarnir en að skera niður allt fé eftir að riðutilfelli koma upp.

Segir hann í fyrirspurn sinni að fordæmi séu fyrir því í Evrópusambandinu að sauðfé sé sett í sótthólf t.a.m. þannig að ekki þurfi að fella allan stofninn þegar smit koma upp. 

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins. mbl.is/Sigurður Bogi

Svandís Svavarsdóttir sagði í svari sínu að þetta væri vísindaleg spurning sem ætti að vera á hendi yfirdýralæknis. Til standi að endurskoða á reglugerð en ekki væri hægt að úttala sig um hvernig hún muni líta út á þessari stundu. 

Þá benti hún á að miklar væntingar séu gerðar til verndandi arfgerðar ARR gensins sem fannst í hrútinum Gimstein frá Þernunesi.

Sagði hún ennfremur að spurningar um önnur úrræði en að fella fé séu verðugar til þess að skoða og það verði á hendi vísindanna að ákvarða um það hvað best sé að gera. 

Landbúnaðarháskólans að skipuleggja ræktun 

Steig Bergþór þá aftur í pontu og spurði nánar um það hvort ráðherra væri tilbúin að beita sér með þeim hætti að verndandi arfgerð ARR fari sem fyrst inn í stofninn og hvort að ráðherra væri tilbúinn að taka afstöðu núna hvort til greina komi að nálgast mál með þeim hætti að heildarniðurskurður verði ekki eina lausnin.

Svandís sagði reglugerð vera í skoðun.
Svandís sagði reglugerð vera í skoðun. mbl.is/Hákon

Svandís sagði yfirdýralæknir mynda skoða greinagerð frá Landbúnaðarháskólanum um erindið og með hvaða hætti sé hægt að skipuleggja ræktunarstarf á því að koma arfgerðinni inn í stofninn með skipulögðum hætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert