Tjá sig ekki um mál Stefáns Arnars

Aðalstjórn HK ætlar ekki að tjá sig um mál Stefáns …
Aðalstjórn HK ætlar ekki að tjá sig um mál Stefáns Arnars Gunnarssonar. Samsett mynd

Aðalstjórn íþróttafélagsins HK ætlar ekki að tjá sig um mál Stefáns Arnars Gunnarssonar. Stefán var þjálfari hjá félaginu en var að sögn bróður hans, Samúels Ívars Árnasonar, sagt upp störfum í janúar. 

Stefán fannst látinn 2. apríl síðastliðinn en hans hafði verið saknað í um mánuð. Samúel vakti athygli á máli bróður síns um helgina og gagnrýndi þar vinnubrögð íþróttafélagsins. 

„HK hyggst ekki tjá sig opinberlega um þann harmleik sem fjölmiðlar fjalla um þessa dagana varðandi andlát fyrrum þjálfara félagsins, Stefáns Arnars.

Aðalstjórn félagsins vottar aðstandendum dýpstu samúð vegna missis þeirra,“ segir í tilkynningu HK en undir hana skrifar formaður aðalstjórnarinnar, Pétur Örn Magnússon.

Gagnrýndi uppsögn bróður síns

Samúel er þjálfari meistaraflokks kvenna hjá HK í handbolta. Í pistli sínum sagði hann að sögur og umtal hafi borist honum og öðrum aðstandendum um atburðarás sem standist ekki skoðun þegar nánar er að gáð. 

Samú­el seg­ir bróður sinn hafa staðið und­ir árás­um og fölsk­um ásök­un­um í all­an vet­ur sem að drógu úr bar­áttuþrekinu sem leiddi til þess sorg­lega endi sem blasi nú við.

Benti hann á ýmsa annmarka í framkvæmd uppsagnarinnar og samskipti HK við samskiptastjóra íþrótta- og æskulýðsstarfs. 

Samú­el seg­ir að 10. janú­ar hafi Arn­ar verið boðaður á fund þar sem ætl­un­ar­verkið var að bola hon­um úr starf­inu sínu en að það hafi mistek­ist.

„Viku seinna, eða 17. janú­ar berst ÍSÍ bréf um að [Stefán] Arn­ar hafi hagað sér ósæmi­lega gangvart iðkend­um og brotið siðaregl­ur fé­lags­ins. HK sé meðvitað um stöðuna en sé ekki að gera neitt í mál­inu. Inni­hald þessa bréfs er byggt á sögu­sögn­um og dylgj­um og stand­ast ná­kvæm­lega enga skoðun þegar kafað er í málið.“

Síðan var Stefáni Arn­ari sagt upp þann 24. janú­ar eft­ir sam­skipti á milli ÍSÍ og HK um meint brot gegn siðaregl­um fé­lags­ins en ekk­ert af því var notað sem ástæða upp­sagn­ar­inn­ar að sögn Samú­els.

„Þar eru ástæður upp­sagn­ar sagðar „brot á siðaregl­um“ sem felst í að Arn­ar tók poka með sokk­um og leyfði iðkend­um að eiga, og „sam­skipta­vandi milli Arn­ars og for­eldra í hópn­um“.“

Rétt er að taka fram að ÍSÍ kom ekki að máli Stefáns Arnars heldur samskiptastjóri íþrótta- og æskulýðsstarfs. Þetta staðfesti Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, í samtali við mbl.is. Þá sagðist samskiptastjóri íþrótta- og æskulýðsstarfs, Sigurbjörg Sigurpálsdóttir, ekki geta tjáð sig um mál Stefáns Arnars né einstaka mál sem samskiptaráðgjafi hefur til meðferðar. 

Ásakanirnar séu dylgjur

Samú­el seg­ir all­ar ásak­an­ir gegn Stefán Arn­ari vera dylgj­ur og harm­ar það að ásak­an­irn­ar höfðu einnig verið send­ar á Kópa­vogs­skóla þar sem Stefán Arn­ar starfaði sem um­sjón­ar­kenn­ari. Hjá Kópa­vogs­skóla var öðru­vísi í pott­inn búið og var málið af­greitt á tveim­ur sól­ar­hring­um en eft­ir það mætti Stefán Arn­ar aft­ur til vinnu.

„Inni­hald bréfs­ins var þess eðlis að það var ein­falt að af­greiða það sem þvætt­ing. Ef ein­hver fót­ur væri fyr­ir þeim ásök­um sem stóðu í bréf­un­um tveim, er al­ger­lega ljóst í mín­um huga að hann hefði ekki fengið að mæta aft­ur til að kenna 11 ára börn­um.“

Hann seg­ir bróður sinn hafa staðið und­ir stans­laus­um árás­um í all­an vet­ur og að hann hafi að lok­um ekki haft bar­áttuþrekið til að halda það út.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert