Um 40 rúður voru brotnar í Breiðholtsskóla aðfaranótt föstudags. Þetta staðfestir Heimir Ríkharðsson lögreglufulltrúi í samtali við mbl.is.
Málið er nú í rannsókn hjá lögreglu. Ekki er talið að nemandi skólans hafi staðið að baki verknaðinum.
Engin börn urðu vitni að rúðubrotinu eða voru í hættu.