Vilja leggja niður nýtt ráð

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, hefur þungar áhyggjur af fjárhagsstöðu borgarinnar og telur að of miklum fjármunum hafi verið varið í stafrænar lausnir án sýnilegs árangurs. Flokkur fólksins ætlar að bera fram tillögu í vikunni um að Stafrænt ráð, sem var stofnað í kjölfar síðustu borgarstjórnarkosninga, verði lagt niður.

Ráðinu var ætlað að „móta stefnu í gegnsæis-, lýðræðis-, stafrænum og þjónustumálum, ásamt innri og samfélagslegri nýsköpun.“

Þá á ráðið einnig að bera ábyrgð á eftirliti með rekstri þjónustu- og nýsköpunarsviðs. Kolbrún telur verkefni ráðsins hins vegar eiga heima í öðrum ráðum og nefndum.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert