4,2 stiga skjálfti norður af Siglufirði

Skjálftinn varð fyrir norðan.
Skjálftinn varð fyrir norðan. Kort/Veðurstofa Íslands

Jarðskjálfti upp á 4,2 varð klukkan átta í morgun vestur af Grímsey, um 35 km norður af Siglufirði.

Engar tilkynningar hafa borist Veðurstofu Íslands um að skjálftinn hafi fundist í byggð, að sögn Elísabetar Pálmadóttur náttúruvársérfræðings.

Búast má við einhverri skjálftavirkni í kjölfarið.

Spurð segir hún skjálftann ekki óvenjustóran. Nokkrum sinnum á ári verði skjálftar á svæðinu yfir þremur að stærð, enda um mjög virkt jarðskjálftasvæði að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert