Borgin vill rétta úr ruslrekstri

Við urðun úrgangs myndast hauggas sem samanstendur að stærstum hluta …
Við urðun úrgangs myndast hauggas sem samanstendur að stærstum hluta af gróðurhúsalofttegundum, það er koltvísýringi og metani. Mynd úr safni. mbl.is/RAX

Borgarstjórn samþykkti í dag tillögu þess efnis að úttekt verði gerð á rekjaleikagreiningu á rusli frá rekstri Reykjavíkurborgar. Er þetta gert með það fyrir sjónum að draga úr úrgangi, auka endurvinnslu, lækka kostnað og ekki síst bæta yfirlit yfir úrgangsmál á starfsstöðum borgarinnar.

Við urðun úrgangs myndast hauggas sem samanstendur að stærstum hluta af gróðurhúsalofttegundum, það er koltvísýringi og metani.

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Reykjavíkurborg urðar tæplega 70% af öllu því rusli sem fellur til í rekstri borgarinnar. Það er sérstaklega slæmt að hlutfallið skuli vera svona hátt enda er urðun sísti kosturinn við losun úrgangs,“ er haft eftir Ragnhildi Öldu Vilhjálmsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem flutti tillöguna.

„Rusl frá rekstri Reykjavíkurborgar hefur aukist mikið undanfarin ár og mun með sama áframhaldi rjúfa þrjú þúsund tonna múrinn við lok þessa kjörtímabils. Losun gróðurhúsalofttegunda vegna ruslsins hefur aukist um 92% síðan 2015. Því er sérstaklega ánægjulegt að borgarstjórn Reykjavíkur hafi samþykkt að vísa tillögunni í stýrihóp um loftslagsmál. Ég vona hins vegar að málið dagi ekki þar uppi, heldur verði niðurstaðan að hefjast handa og grípa til aðgerða sem fyrst.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert