Eldur kviknaði í jeppa sem var ekið eftir Reykjanesbraut í norðurátt við Hnoðraholt í Garðabæ þegar klukkan var langt gengin í átta í morgun.
Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu urðu engin slys á fólki en jeppinn varð alelda.
Búið er að slökkva eldinn og eru slökkviliðsmenn að kæla jeppann og bíða eftir dráttarbíl.
Töluverðar umferðartafir hafa orðið vegna óhappsins.