Fimmta lotan fjallar um MMA

Brasilíumaðurinn Gilbert Burns (til hægri) í bardaga gegn Bandaríkjamanninum Jorge …
Brasilíumaðurinn Gilbert Burns (til hægri) í bardaga gegn Bandaríkjamanninum Jorge Masvidal í ríkinu Flórída fyrr í mánuðinum. AFP/Chandan Khanna

Í nýjum hlaðvarpsþáttunum á Spotify sem kallast Fimmta lotan er fjallað um allt það helsta þegar kemur að blönduðum bardagaíþróttum (MMA).

Í þáttunum, sem koma út á miðvikudögum, er fjallað um það helsta úr MMA-heiminum, auk þess sem púlsinn er tekinn á íslensku grasrótinni.

Íslenskir keppendur í Doncaster

Strákarnir úr hlaðvarpinu hafa undanfarið hitað upp fyrir bardagakvöldið Caged Steel sem verður haldið í ensku borginni Doncaster 20. maí.

Á Caged Steel kemur fjöldi æfingahópa saman og teflir fram bardagafólki úr bæði blönduðum bardagalistum (MMA) og boxi.

Reykjavík MMA (RVK MMA) kemur til með að senda nokkra bardagakappa á þetta kvöld. Um er að ræða einstaklinga sem eru að taka sín fyrstu skref í átt að atvinnumennsku MMA sem og aðra brautryðjendur sem eru lengra komnir.

Reynsluboltinn Hrafn Þráinsson er ennþá ósigraður í MMA og mun hann eiga sinn fyrsta titilbardaga þetta kvöld, að því er kemur fram í tilkynningu. Hann mun mæta Bretanum Will Bean, sem er einnig ósigraður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert