Fjórtán ára dreng hótað með eggvopni

Mynd úr safni. 14 ára dreng var hótað með eggvopni …
Mynd úr safni. 14 ára dreng var hótað með eggvopni og rændur við Víkingsheimilið. mbl.is/RAX

Fjórtán ára dreng var hótað með eggvopni fyrr í kvöld er tveir eldri drengir rændu af honum vespu sem hann hafði fengið í fermingargjöf. Ránið átti sér stað við Víkingsheimilið og var lögreglu gert viðvart. 

Samkvæmt lýsingum í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru drengirnir tveir sem liggja undir grun 16-17 ára gamlir, svartklæddir í primaloftúlpum og um 178 cm á hæð. Þeir eru stuttklipptir og með dökkar augabrúnir.

Þeir voru á blárri Tango F1 vespu, þegar þeir komu að.

Þeir sem hafa upplýsingar um piltana eða aðrar upplýsingar sem gætu aðstoðað við rannsókn málsins eru beðnir um að senda þær á gudrun.jack@lrh.is.

Vespunni sem var rænt.
Vespunni sem var rænt. Ljósmynd/Lögreglan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert