Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Karl­maður hleypti af skoti inni á skemmti­staðnum Dubliner við Naust­in …
Karl­maður hleypti af skoti inni á skemmti­staðnum Dubliner við Naust­in í miðborg Reykja­vík­ur í síðasta mánuði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Héraðsdómur hefur fallist á kröfu lögreglunnar um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa hleypt af skoti inni á skemmtistaðnum Dubliner í síðasta mánuði.

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn staðfestir þetta við mbl.is.

Maður­inn hefur setið í gæslu­v­arðhaldi síðan hann var hand­tek­inn 13. mars en varðhaldið var í dag framlengt um fjórar vikur, eða til 15. maí, vegna almannahagsmuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert