Hætt við því að fólk lendi í lífshættu

Aðstæður á svæðinu geta verið hættulegar.
Aðstæður á svæðinu geta verið hættulegar. Ljósmynd/Vatnajökulsþjóðgarður

Svæðið við Dettifoss vestan ár er lokað vegna asahláku og mikilla vatnavaxta. Hætta er á því að fólk lendi í lífshættu og hætt er á gróðurskemmdum.

Þetta kemur fram á vef Vatnajökulsþjóðgarðs.

„Við vonumst til að geta opnað svæðið næstkomandi fimmtudagskvöld eða á föstudaginn. Frekari upplýsingar síðar,“ segir í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert