Kafarar meta skemmdirnar og skoða eðli strandsins

Stórflutningaskipið, Wilson Skaw, á Húnaflóa í kvöld. Varðskipið Freyja er …
Stórflutningaskipið, Wilson Skaw, á Húnaflóa í kvöld. Varðskipið Freyja er í baksýn. Ljósmynd/Harpa Dögg Halldórsdóttir

„Varðskipið Freyja kom á staðinn um klukkan sjö í kvöld. Við erum núna að kafa til að skoða botn skipsins, bæði til að meta skemmdir og skoða hversu fast skipið er á strandstaðnum,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.

Norska stórflutn­inga­skipið, Wil­son Skaw, strandaði við Enn­is­höfða á Húna­flóa, á leið sinni frá Hvammstanga til Hólmavíkur í dag. Skipið er um 4.000 brútt­ót­onn að þyngd og um 113 metra langt.

Mengunarvarnargirðingu komið fyrir

Ásgeir segir að gert sé ráð fyrir að björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, sem hefur verið til taks á vettvangi, komi mengunarvarnargirðingu, sem flutt var til Hólmavíkur í dag, fyrir um borð í varðskipinu og síðan verði girðingunni komið fyrir umhverfis skipið í kvöld eða í nótt.

„Þetta er gert til að tryggja svæðið í kring. Þó það sé engin sjáanleg mengun umhverfis skipið viljum við gæta fyllsta öryggis.“

Ráðgast við kafarana á morgun

Hann segir veður gott á svæðinu og það verði áfram gott á morgun.

„Því munum við flýta okkur hægt og fara í fyrsta lagi í beinar björgunaraðgerðir í fyrramálið. Staðan verður tekin á framhaldinu eftir að við höfum ráðfært okkur við kafarana sem skoða botninn og það verður ekki gert fyrr en í fyrsta lagi á morgun,“ segir Ásgeir.

Myndskeið frá Landhelgisgæslunni af vettvangi:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert