Körfuboltafjölskylda í liði Vestra á Ísafirði

Birgir Örn, Magnús Baldvin, Elmar Breki og Baldur Ingi.
Birgir Örn, Magnús Baldvin, Elmar Breki og Baldur Ingi.

Ísfirðing­ur­inn Birg­ir Örn Birg­is­son, fyrsti landsliðsmaður Þórs á Ak­ur­eyri í körfu­bolta og marg­fald­ur meist­ari með Kefl­vík­ing­um á tí­unda ára­tugn­um, tók fram körfu­bolta­skóna á ný í lok nóv­em­ber sem leið og lék með meist­ara­flokki Vestra í 2. deild út tíma­bilið. Birg­ir stefn­ir á að halda upp­tekn­um hætti í haust, en hann verður 54 ára í októ­ber. „Þá höf­um við á bak við eyrað að fara upp í 1. deild,“ seg­ir hann.

Þegar landsliðsferl­in­um í sundi lauk sneri Birg­ir sér að körfu­bolta 1990, þá 21 árs, og spilaði með Ung­menna­fé­lagi Bol­ung­ar­vík­ur í 2. deild. „Ég ætlaði bara að halda mér í formi með því að æfa þris­var í viku.“ Ári seinna fór hann í nám í raf­virkj­un á Ak­ur­eyri og byrjaði að æfa körfu með Þórsur­um, sem þá voru í úr­vals­deild. hann lék með liðinu í fimm ár og vakti mikla at­hygli. „Ég var val­inn í landsliðið, fyrst­ur Þórsara, 1995,“ rifjar hann upp.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert