Körfuboltafjölskylda í liði Vestra á Ísafirði

Birgir Örn, Magnús Baldvin, Elmar Breki og Baldur Ingi.
Birgir Örn, Magnús Baldvin, Elmar Breki og Baldur Ingi.

Ísfirðingurinn Birgir Örn Birgisson, fyrsti landsliðsmaður Þórs á Akureyri í körfubolta og margfaldur meistari með Keflvíkingum á tíunda áratugnum, tók fram körfuboltaskóna á ný í lok nóvember sem leið og lék með meistaraflokki Vestra í 2. deild út tímabilið. Birgir stefnir á að halda uppteknum hætti í haust, en hann verður 54 ára í október. „Þá höfum við á bak við eyrað að fara upp í 1. deild,“ segir hann.

Þegar landsliðsferlinum í sundi lauk sneri Birgir sér að körfubolta 1990, þá 21 árs, og spilaði með Ungmennafélagi Bolungarvíkur í 2. deild. „Ég ætlaði bara að halda mér í formi með því að æfa þrisvar í viku.“ Ári seinna fór hann í nám í rafvirkjun á Akureyri og byrjaði að æfa körfu með Þórsurum, sem þá voru í úrvalsdeild. hann lék með liðinu í fimm ár og vakti mikla athygli. „Ég var valinn í landsliðið, fyrstur Þórsara, 1995,“ rifjar hann upp.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka