Leyfi til framkvæmda nálgast

Hvammsvirkjun verður efst virkjana í neðanverðri Þjórsá.
Hvammsvirkjun verður efst virkjana í neðanverðri Þjórsá. Mynd/Mannvit

Vinna á vegum sveitarstjórna Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps við undirbúning ákvörðunar um útgáfu framkvæmdaleyfis vegna Hvammsvirkjunar í neðri hluta Þjórsár er vel á veg komin.

Oddviti og sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps á von á því að sveitarstjórn ákveði í næsta mánuði að gefa út framkvæmdaleyfi eða eftir atvikum að hafna því vegna skorts á gögnum. Oddviti Rangárþings ytra á von á því að framkvæmdaleyfi verði gefið út fljótlega, að minnsta kosti fyrir sumarhlé sveitarstjórnar.

Verkfræðistofa hefur unnið drög að sameiginlegri greinargerð sveitarfélaganna vegna útgáfu framkvæmdaleyfis. Síðan taka sveitarstjórnirnir við og ganga frá gögnunum, hvor fyrir sig, og meta hvernig afgreiða skuli umsóknina. Landsvirkjun vinnur áfram að undirbúningi framkvæmda, þótt endanlegt leyfi liggi enn ekki fyrir, meðal annars að rannsóknum á virkjanasvæði, undirbúningi útboða á vegum og forvali aflvéla. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert