Mannekla vegna styttri vinnuviku

mbl.is/Jón Pétur

Stytt­ing vinnu­vik­unn­ar hef­ur leitt til þess að fram­leiðni á skurðstof­um Land­spít­ala hef­ur minnkað.

Þetta kem­ur fram í svari Will­ums Þórs Will­um­son­ar heil­brigðisráðherra við fyr­ir­spurn Diljár Mist­ar Ein­ars­dótt­ur þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins á Alþingi. Seg­ir þar að stöðugild­um hafi fækkað um sjö á skurðstof­um við Hring­braut og sjö á skurðstof­um í Foss­vogi eft­ir að viðvera hvers starfs­manns fór úr 40 klst. í 36 klst. á viku.

Þegar litið er til annarra heil­brigðis­stofn­ana sem sinna skurðaðgerðum seg­ir í svari ráðherra að stytt­ing­in hafi þrengt að starf­semi Heil­brigðis­stofn­un­ar Vest­ur­lands, ekki síst á þjón­ustu­tíma stofn­un­ar­inn­ar, sem hef­ur styst. Á Ak­ur­eyri er stytt­ing vinnu­vik­unn­ar á við 1,5 stöðugildi skurðhjúkr­un­ar­fræðinga, en áhrif þessa á fram­leiðni hafa ekki verið mæld. Á öðrum heil­brigðis­stofn­un­um er talið að stytt­ing­in hafi haft óveru­leg áhrif. Á lækna­stöðinni Orku­hús­inu eru áhrif­in helst þörf á um­frammönn­un. Á Klínik­inni er þó sagt að af­köst væru 4% meiri ef ekki hefði komið til stytt­ing­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert