Hver hefur ekki lent í því að vakna eftir helgina og átta sig á því að hafa gerst helst til of stórtækur í verslunum og á veitingahúsum?
Nokkur hluti landsmanna fékk synjun á færslur í gærmorgun og þegar litið var á færsluyfirlitið í kjölfarið komu í ljós óvenjulega háar færslur úr óvæntum áttum.
Hver hefur ekki reitt fram fimm milljónir fyrir fermingartertu eða 506 þúsund krónur fyrir tvær páskaliljur? Það er nú einu sinni verðbólgutíð.
Sumir landsmenn voru heppnari en aðrir eins og sá sem slapp með fimmkall fyrir kaffi.
Ástæðan lá í villu í greiðslukerfum vegna staðlabreytingar á íslensku krónunni.
Mbl.is tók saman helstu viðbrögð fólks sem lenti mis vel eða illa í því vegna villunar.
Ég keypti mér víst kjól fyrir 1199000... kortið er í mínus 2.9mill
— Magnea Arnar (@magneaa) April 17, 2023
Hey @islandsbanki hvernig gengur ykkur að lagfæra þessar kreditkortafærslur? Það er frekar þreytt að vera með óvirk kreditkort útaf því að ég borgaði 1.347.700,- fyrir vörur sem kostuðu 13.477,- í Bónus um helgina.
— Steinn E. Sigurðarson (@steinnes) April 17, 2023
Ég straujaði fyrir hálfa kúlu í Byko líka. Keypti rollsinn í garðaklórum og gluggasköfum virðist vera.
— Gummi Jóh (@gummijoh) April 17, 2023
Eftir garðvinnuna geturðu litið við hjá mér og fengið pizzasnúðana sem kostuðu kvartmilljón. Seðjandi.
— Andrés Ingi (@andresingi) April 17, 2023
Einmitt ég greitti 5kr fyrir kaffee!☕️
— Nichole Leigh Mosty 🕊️💙 (@nicholeleigh19) April 17, 2023
Hef gaman af öllum póstum í dag þar sem fólk er að kaupa mat fyrir milljón krónur.
— Gummi Simma (@GummiSimma) April 17, 2023
Munið þið að það voru einu sinni tekin tvö núll af krónunni. Þessi verð sem við hlæjum af í dag eru í rauninni "rétt" krónuverð :)
Aldrei vekja mig! 😍 pic.twitter.com/XkPoQ2SiJc
— Ragnar H. Sigtryggsson (@RaggiHS) April 17, 2023
Sama stemning hér. Verslaði fyrir 1,8 mills í Bónus og ríflega 600 þús í Vínbúðinni. Eintóm veisla framundan hjá mér.
— Ævar félagsvísindamaður (@thorolfsson) April 17, 2023
428 þús fyrir eina rútu af lite bjór í ríkinu hérna megin.
— Kristján I. Gunnars (@Kristjan_Ingi) April 17, 2023
Hverrar krónu virði! 50.000 króna sneiðin mín var ljúffeng.
— Rósa Björk Gunnarsdóttir (@vidimelur) April 17, 2023