Alls voru hundrað og eitt mál skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan fimm í morgun og til klukkan fimm síðdegis.
Í dagbók lögreglu segir að nokkuð hafi verið um tilkynningar um fólk í annarlegu ástandi. Þá var einn handtekinn á Austurvelli í mjög annarlegu ástandi sem gat ekki valdið sér. Var sá vistaður í fangageymslu.
Ökumaður var stöðvaður grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna en hann var laus að lokinni blóðsýnatöku.
Skemmdarverk, þjófnaður úr verslun og aðstoð vegna veikinda voru einnig meðal verkefna lögreglu.