Sjö milljarðar í tennur

Um 5.000 börn mæta ekki til skoðunar hjá tannlæknum.
Um 5.000 börn mæta ekki til skoðunar hjá tannlæknum. Ljósmynd/Colourbox

Sjúkra­trygg­ing­ar greiddu á síðasta ári rúm­lega sjö millj­arða króna til fólks vegna tannviðgerða og tann­rétt­inga. Þar af nam kostnaður vegna tann­rétt­inga um 450 millj­ón­um króna. Kostnaður­inn hef­ur auk­ist tals­vert und­an­far­in ár.

Í maí 2013 tóku gildi samn­ing­ar við tann­lækna um að all­ir und­ir 18 ára aldri skyldu njóta gjald­frjálsr­ar tann­læknaþjón­ustu. Breyt­ing­in var inn­leidd í áföng­um en 2018 var fullri end­ur­greiðslu komið á. Meðal­fjöldi tannviðgerða á hvert barn hef­ur farið lækk­andi síðan.

Gögn benda til þess að um upp­safnaða þörf á tannviðgerðum hafi verið að ræða. Áður en end­ur­greiðslunni var komið á skiluðu sér til að mynda aðeins um 40% barna í reglu­legt eft­ir­lit til tann­lækn­is með til­heyr­andi af­leiðing­um.

Jó­hanna Bryn­dís Bjarna­dótt­ir, formaður Tann­lækna­fé­lags Íslands, seg­ir að tann­heilsa ís­lenskra barna hafi al­mennt batnað frá því að samn­ing­ur­inn var gerður 2013 og kom­um barna til tann­lækna hafi fjölgað. Átak stend­ur yfir með embætti land­lækn­is til að ná til barna sem skila sér ekki í reglu­bundið eft­ir­lit þrátt fyr­ir gjald­frjáls­ar tann­lækn­ing­ar. Jó­hanna tel­ur að hóp­ur­inn telji um 5.000 börn.

Auk­inn kostnaður vegna tann­lækn­inga á und­an­förn­um árum er m.a. rak­inn til auk­ins fjölda inn­flytj­enda. Í upp­hafi árs 2022 voru þeir rúm­lega 16% íbúa lands­ins, eða 61.148, en voru 8% 2012. Þúsund­ir barna hafa bæst inn í ís­lenska heil­brigðis­kerfið sem njóta fullra rétt­inda. Mörg þurfa á mik­illi þjón­ustu að halda. Jó­hanna seg­ir að auk­inn kostnaður sé fyrst og fremst vegna fjölg­un­ar svæf­inga vegna stærri aðgerða. „Þar sem þarf að svæfa barnið og gera við nán­ast hverja ein­ustu tönn.“

Krist­ín Heim­is­dótt­ir, formaður Tann­rétt­inga­fé­lags Íslands, seg­ir að þegar horft sé til tann­rétt­inga hafi ríkt 20 ára kyrrstaða. Al­geng meðferð kosti allt að 1,5 millj­ón­ir kr. en styrk­veit­ing­ar rík­is­ins hafi staðið í stað. Marg­ar fjöl­skyld­ur hafi ekki efni á tann­rétt­ing­um.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert