Tómas og Ástrós „klesst'ann“ á Alþingi

Ástrós Rut Sigurðardóttir tók á dögunum sæti á Alþingi í fyrsta sinn sem varaþingmaður fyrir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar.

Athygli vakti eftir að Ástrós Rut hafði undirritað drengskaparheit að stjórnarskránni óskaði sessunautur hennar Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, henni til hamingju með klesstum hnefa í stað hefðbundins handabands, sem hún fékk einmitt frá Guðmundi Inga Kristinssyni, samherja Tómasar í Flokki fólksins. 

Uppátæki Tómasar vakti lukku eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert